Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu Garðinum er fallinn. Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, hefur ákveðið að mynda nýjan meirihluta með L lista og N lista.

Brynja Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs, staðfestir þetta í samtali við Ríkissjónvarpið. Kolfinna segir í tölvupósti til samflokksmanna sinna að hún styðji ekki lengur Ásmund Friðriksson bæjarstjóra og hafi þess vegna gengið til liðs við minnihlutann. Sjálfstæðismenn fengu hreinan meirihluta í bænum í síðustu kosningum eða 55 prósent atkvæða.