Afdráttarlaus meirihluti aðspurðra eru því fylgjandi að lækka veiðigjöld hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Fiskifréttir .

Grunnniðurstaða könnunarinnar er sú að 49% aðspurðra eru því fylgjandi að lækka veiðigjald á litlar og meðalstórar útgerðir; 14,2% segjast vera því mjög fylgjandi en 34,4% frekar fylgjandi. Hin hliðin á peningnum er sú að 23% segjast slíkum breytingum andvíg; 12,9% er því frekar andvíg og 10,1 taka slíkt ekki í mál. Alls eru það 28% aðspurðra sem kæra sig kollótta um slíkar breytingar.

Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu eru 68% aðspurðra því fylgjandi að lækka gjöldin á litlar og meðalstórar útgerðir en 32% því andvíg.

Nánar er fjallað um málið á vef Fiskifrétta.