Til að mæta örum vexti og auknum alþjóðlegum verkefnum hefur Meniga ráðið til sín tvo nýja lykilstjórnendur; þá Björgvin Inga Ólafsson sem fjármálastjóra og Jóhann Braga Fjalldal sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar.

Meniga, sem stofnað var árið 2009, hefur vaxið hratt undanfarin ár og er leiðandi í Evrópu á markaði heimilisfjármála- og snjallbankalausna fyrir fjármálafyrirtæki. Lausnir Meniga eru nú í notkun hjá um 20 fjármálastofnunum í 14 löndum.

„Við hjá Meniga erum gríðarlega ánægð að fá þá Björgvin Inga og Braga til liðs við okkur. Alþjóðleg viðskiptareynsla þeirra og menntun mun nýtast Meniga vel til að takast á við verkefnin sem framundan eru,” segir Georg Lúðvíksson, forstjóri og stofnandi Meniga, í tilkynningu.