Þegar John Pearson, forstjóri DHL Express í Evrópu, hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1986 voru helstu áhyggjurnar þær að faxtækið myndi útrýma hefðbundnum pappírssendingum. Það var ekki raunin enda hefur slíkum sendingum fjölgað mikið.

Fram kemur í viðtali Viðskiptablaðsins við Pearson að á sínum tíma hafi hraðþjónusta verið notuð í neyðartilfellum eins og þegar bílar sem biluðu á ferðalögum þurftu að fá varahluti senda til sín á sem stystum tíma. Í dag eru stærri hlutir aðallega sendir með DHL og fyrirtækið er með samning við fjölmörg íslensk fyrirtæki og hafa sum þeirra verið í viðskiptum frá því að DHL var stofnað á Íslandi eins og Össur, Marel og Lýsi.

Pearson segir að DHL opni slíkum fyrirtækjum ýmsar leiðir en hægt sé að segja að fyrirtækin stækki saman.

Lesa má ítarlegt viðtal við John Pearson í Viðskiptablaðinu sem kom út 11. október síðastliðinn. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.