Þýska lyfja- og efnafyrirtækið Merck hefur samþykkt yfirtöku á bandaríska fyrirtækinu Sirna Therapeutics fyrir 1,1 milljarð Bandaríkjadala (75 milljarðar króna), segir í frétt Dow Jones.

Sirna sérhæfir sig í þróun lyfja sem notast við RNAi tækni, en með henni er hægt að takmarka virkni ákveðinna gena og opna möguleika fyrir nýjum lyfjum sem beinast gegn sjúkdómstengdum genum.

Merck telur að tæknin bjóði upp á mikla möguleika í krabbameinslækningum.