Angela Merkel, kanslari Þýskalands, stefnir nú að því að tryggja sér fjórða kjörtímabil sitt í embætti 24. ágúst næstkomandi. Merkel sem er einn valdamesti þjóðarleiðtogi heimsins um þessar mundir og leita margir til hennar sem leiðtoga meðal frjálslyndra vestrænna ríkja. Ekki er það þó gefið að flokkur Merkel, Kristilegir Demókratar, eru með talsverða yfirburði í skoðanakönnunum en vegna þess hvernig kosningarkerfið í Þýskalandi mun það skipta miklu máli fyrir Merkel hvernig öðrum flokkum vegnar í kosningunum í næsta mánuði.

Þýska kosningakerfið er nokkuð flókið , jafnvel svo flókið að í umfjöllun Spiegel segir að Þjóðverjar skilji það jafnvel ekki, en í stuttu máli kýs fólk annars vegar einn þingmann úr sínu kjördæmi og svo lista af þingmönnum á landsvísu. Þýska þingið (Bundestag) samanstendur svo af 299 þingsætum sem eru frátekin fyrir þingmenn sem koma frá ákveðnum kjördæmum. Afgangur þingmanna er svo kosinn inn á þingið af framboðslistum flokkanna með tilliti til fjölda þingmanna frá hverju kjördæmi. Að minnsta kosti 299 þingmenn eru kjörnir með þessum hætti, en þó geta þeir verið fleiri. Til að mynda er staðan þannig í dag að þingmenn eru 631 í þýska þinginu.

Merkel með forystu

Samkvæmt nýjustu könnunum er flokkur Merkel CDU (Kristilegir demókratar) með ágætis forskot eða 41% atkvæða sæta á þýska þinginu samkvæmt könnun Wahlrecht.de . Næst flest sæti á þinginu fengi Sósíaldemókratar í Þýskalandi, eða 25%. Þar á eftir kæmi hægri-þjóðernisflokkurinn AfD eða Alternative für Deutschland með 9% þingsæta . Væri það í fyrsta skipti sem að flokkurinn næði manni á þing á landsvísu.  Vinstriflokkurinn Linke fengi 9% þingsæta og FDP (Frjálslyndir demókratar) og Grüne (Græningjar) fengu 8% þingsæta hvor.

Núverandi ríkisstjórn samanstendur af tveimur stærstu flokkunum, CDU og SPD og samkvæmt nýjustu könnunum myndi ríkisstjórn Merkel halda velli. Þó hafa verið miklar sviptingar í hinum vestræna heima þegar kemur að kosningaúrslitum á síðustu misserum og er því erfitt að taka einhverju sem gefnu. Líklegt er þó að hinir hefðbundnu flokkar reyni að halda AfD fyrir utan ríkisstjórn. Einhverjar líkur eru á því að vinstriflokkarnir tveir , ásamt Græningjum, gætu myndað ríkisstjórn undir forystu Martin Schultz, leiðtoga Sósíaldemókrata.

Merkel-eg

Upprisa Angelu Merkel sem eins helsta stjórnmálaskörungs heimsins er þó eftirtektarverð fyrir margar sakir. Í gífurlega ítarlegri grein sem að birtist í New Yorker fyrir nokkrum árum er ferill Merkel rakinn og þar er reynt að útskýra upprisu kanslarans. Merkel sem fæddist í Hamborg árið 1954 var dóttir prests lúthersku kirkjunnar. Merkel ól manninn í Austur-Þýskalandi kommúnista og var virtur vísindamaður áður en hún hóf feril í stjórnmálum eftir fall Berlínarmúrsins.

Að mestu leyti var það gífurlega ólíklegt að hún náði eins langt og raun ber vitni í þýskum stjórnmálum. Í fyrsta lagi er hún kona. Í öðru lagi var hún frá Austur-Þýskalandi og í þriðja lagi var hún vísindamaður. Merkel er lýst sem hljóðlátri, yfirvegaðri, skynsemishyggjumanneskju. Lagt er áherslu á það að Merkel er mikill hagnýtissinni. Merkel var formaður Kristilegra demókrata (CDU) árið 2000 og var kjörin kanslari Þýskalands af þýska sambandsþinginu 22. nóvember árið 2005 eða fyrir tólf árum síðan. Nú er það stóra spurningin, tekst henni að tryggja sér völdin í fjögar ár í viðbót?

Merkel er þekktur stuðningsmaður hnattvæðingar og líta margir á hana sem nokkurs konar andsvar við verndarstefnu Donald J. Trump Bandaríkjaforseta. Fyrir stuttu skrifaði Merkel grein ásamt Barack Obama , fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem birtist í þýsku viðskiptatímariti. Þar héldu þau varnarræðu fyrir alþjóðavæðingu. „Alþjóðavæðingin er óumflýjanleg,“ skrifuðu Obama og Merkel þá og bættu við; „Þegnar okkar, og allur heimurinn, á skilið að við víkkum og dýpkum samstarf okkar.“ Eins og þekkt er þá studdu bæði Merkel og Obama TTIP fríverslunarsamninginn milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.