Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hélt varnarræðu fyrir alþjóðavæðingu í sinni síðustu heimsókn til Evrópu. Obama og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, skrifuðu grein í þýskt viðskiptatímarit þar sem að þau vörðu hugmyndina um frjáls viðskipti og hnattvæðingu.

„Alþjóðavæðingin er óumflýjanleg,“ skrifuðu Obama og Merkel. Þau bæta við; „Þegnar okkar, og allur heimurinn, á skilið að við víkkum og dýpkum samstarf okkar.“ Eins og þekkt er þá studdu bæði Merkel og Obama TTIP fríverslunarsamninginn milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er hins vegar að miklu leyti á andverðu meiði við Obama og Merkel. Hann hefur meðal annars fagnað ákvörðun Bretlands að yfirgefa Evrópusambandið og hefur talað fyrir því að reisa háa tollamúra á innflutning í Bandaríkjunum.