Á öðrum ársfjórðungi var fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 1.974 og heildarvelta 53,4 milljarðar króna. Fjöldi samninga dróst því saman um 457 eða 22% frá því á sama tímabili í fyrra. segir greiningardeild Landsbankans.

?Leita þarf aftur til fyrsta ársfjórðungs 2003 til þess að finna fjórðung þar sem færri kaupsamningum var þinglýst. Mikilvægt er að hafa í huga að páskana bar upp á öðrum ársfjórðungi í ár, en á þeim fyrsta í fyrra. Sú staðreynd gæti því skekkt samanburð á milli fjórðunga á þessu ári og því síðasta, en oft er rólegt á fasteignamarkaði yfir páskahátíðina," segir greiningardeildin.

Hún segir að það gefi betri mynd að samanburðurinn sé fyrstu sex mánuði þessa árs, borið saman við fyrstu sex mánuði þess síðasta. ?Á fyrstu sex mánuðum ársins var 4.157 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 4.968 í fyrra. Um er að ræða 16% fækkun á milli ára sem gefur til kynna kólnun á fasteignamarkaði," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin telur að ?kólnun á fasteignamarkaði spili lykilhlutverk í því að slá á vöxt einkaneyslu og þar með innlenda eftirspurn. Minni hraði á fasteignamarkaði flýtir fyrir lækkun viðskiptahallans og að jafnvægi náist í hagkerfinu."