Verðbólgan í löndum Evrópu var hvergi hærri en á Íslandi í nóvembermánuði samkvæmt nýjust tölum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Stofnunin reiknar út samræmdan mælikvarða fyrir verðbólgu innan Evrópusambandsins (ESB), og Evrópska Efnahagssvæðisins, en á þann mælikvarða var verðbólga á Íslandi í nóvembermánuði 3% á ársgrundvelli.

Innan ESB mældist verðbólgan 1% í síðasta mánuði, lítillega lægri meðal landa innan evrusvæðisins. Næst á eftir Íslandi var Eistland, þar sem verðbólgan mældist 2,1% í nóvember, en í Finnland hækkaði verðlag um 1,8% í mánuðinum. Ef litið er á 12 mánaða meðaltal verðbólgu situr Ísland enn í fyrsta sæti, með 4,3% verðbólgu á mælikvarða Eurostat. Tólf mánaða meðaltal verðbólgu innan ESB var á sama tíma 1,6%, en 1,5% á evrusvæðinu.

Á síðustu 12 mánuðum hefur, utan Íslands, mest verðbólga mælst í Eistlandi, 3,4%, og í Hollandi, 2,7%