Snyrtivörufyrirtækið Elizabeth Arden tilkynnti mesta ársfjórðungstap í sögu fyrirtækisins vegna dræmrar sölu á stjörnu ilmvötnum Justin Bieber og Taylor Swift.

Ársfjórðungssalan dróst saman um 28,4% sem er mesti samdráttur í áratug hjá fyrirtækinu. Tilkynning fyrirtækisins sem varaði við dræmri sölu næstu sex mánuði hefur ollið 20% lækkun á hlutabréfaverði.

Forsvarsmenn Elizabeth Arden segja að ársfjórðungstapið megi rekja til færri pantana smásölufyrirtækja á stjörnu ilmvötnum þeirra á öðrum ársfjórðungi.

Sala hjá fyrirtækinu nam 191,7 milljónum dollara, eða sem nemur 22,3 milljörðum íslenskra króna, í samanburði við 267,6 milljónir dollara, eða sem nemur tæpum 31 milljarði íslenskra króna, á síðasta ári.