Samkvæmt vísitölu Halifax, sem er í eigu Lloyds bankans, lækkaði í húsnæðisverð í Bretlandi verulega í september. Verðið hefur ekki lækkað meira millil mánaða síðan frá því fyrirtækið hóf að mæla húsnæðisverð í janúar 1983, eða í 27 ár.

Þrátt fyrir að verðið hafi lækkað svo mikið milli mánaða hefur húsnæðisverð hækkað um 2,6% á ársgrundvelli. Halifax telur að of snemmt sé að segja hvort lækkunin sé viðvarandi. Húsnæðisverð lækkaði um 5-6% á einum ársfjórðungi seinnihluta ársins 2008.

Þessi mikla lækkun milli mánaða hefur aukið ótta um að húsnæðismarkaðurinn hrynji auk þess sem eftirspurn hefur minnkað enn meira, ótta um aukið atvinnuleysi, hækkandi verðlag og erfiðleika við að fá húsnæðislán.