Áfengissala hefur aukist stórlega það sem af er ári samanborið við aukningu undanfarinna ára. Á síðustu sex árum hefur ÁTVR hagnast um 7,7 milljarða og greitt til ríkissjóðs um 7,1 milljarð og er þá ekki meðtalið sá arður sem fyrirtækið kemur til með að skila í kjölfarið rekstrarársins 2016. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir að verð á áfengi og tóbaki hækki um 2,5% og munu tekjur ríkisins af áfengissölunni því aukast enn frekar ef frumvarpið verður samþykkt í nýverandi mynd.

Mikil söluaukning síðustu 11 mánuði

Áfengissala í vínbúðum hefur aukist um 13% undanfarin fimm ár. Það sem vekur þó sérstaka athygli er sú aukning sem orðið hefur undanfarna 11 mánuði en á tímabilinu jókst salan um 6,5%, sem er langt umfram þróun  síðustu ára.

Áfengissala
Áfengissala
© vb.is (vb.is)

Áfengissala hefur þannig aukist úr rúmum 16.425.000 lítrum fyrstu 11 mánuði ársins 2011 í rúma 18.598.000 lítra fyrstu 11 mánuði ársins 2016. Ef salan í desember verður með svipuðu móti og síðustu ár má gera ráð fyrir að seldir lítrar í lok árs verði rúmlega 20.830.000, sem yrði sölumet. Enn sem komið er voru flestir lítrar af áfengi seldir árið 2008 eða í kringum 20.400.000.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn tölublöð.