Árið 2016 var metár hvað varðar fjölda fjárfestinga í íslenskum sprotafyrirtækjum ef marka má greiningu vefsins northstack.is, en miðað við þau gögn sem fyrirtækið hefur undir höndum hefur aldrei verið fjárfest oftar í íslenskum sprota- og tæknifyrirtækjum. Þrátt fyrir aukinn fjölda fjárfestinga lækkar heildarfjárfestingarupphæðin þó milli ára.

Kristinn Árni L. Hróbjartsson, einn af stofnendum síðunnar, segir greininguna byggja á gögnum sem Northstack hefur safnað frá árinu 2015. „Við höfum verið að safna gögnum frá sjóðum, fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa stundað slíkar fjárfestingar. Við tókum hins vegar ekki inn í tölurnar styrki frá Rannís og fjárfestingarhröðlum enda er þar um að ræða fjárfestingar með töluvert öðru sniði. Tölurnar sýna því aðeins fjárfestingar fagfjárfesta og svokallaðra engla. Okkur hefur því tekist að setja saman góðan lista sem er nánast tæmandi yfir stærri fjárfesta sem gefur okkur góða mynd af því hvernig þessi mál eru að þróast,“ útskýrir Kristinn.

19 fjárfestingar fyrir 6,2 milljarða

Á árinu 2016 voru alls 19 fjárfárfestingar og var heildarfjárfestingin rétt undir 54 milljónum dollara, eða sem nemur um 6,2 milljörðum íslenskra króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella hlekkinn Tölublöð.