Mikil aukning hefur verið í sölu á vörum sem verslaðar eru Tax Free. Árið í fyrra var metár í öllum mánuðum og því er aukningin á þessu ári þeim mun merkilegri en ella segir í fréttabréfi SVÞ.

Í ágúst, sem er stærsti mánuður ársins, hækkaði söluupphæð sem ferðamenn versluðu Tax Free um 70%. September hækkaði um 95%, október um 120%, nóvember um 270% og fyrri hluti desember er um 5 sinnum stærri en sami tími í fyrra.

Meðalsöluupphæð hefur einnig hækkað um 16% á árinu og mest eru það norðurlandabúar, Bretar og Bandaríkjamenn sem versla hér. Mikið hefur borið á Færeyingum og Dönum hér í aðdraganda jólanna og versla þeir þá allt frá húsgögnum í venjulega minjagripi, tískuvöru og annan varning.