Hollenska flugfélagið KLM setti met í farþegafjölda í flugvélum flugfélagsins sl. sunnudag. KLM flaug með alls 93.048 farþega á sunnudeginum frá Schiphol flugvelli í Amsterdam til 139 áfangastaða flugfélagsins um víða veröld. Aldrei hafa fleiri farþegar flogið á einum sólarhring með flugfélaginu.

KLM er elsta flugfélag heims en það var stofnað árið 1919. Flugfélgið er meðal annars í samstarfi við Icelandair varðandi tengiflug frá Amsterdam út um allan heim. Sérstök samstarfsfargjöld bjóðast hjá flugfélaginu fyrir farþega Icelandair.