Bóksalinn Waterstone segir að ekki sé fordæmi fyrir svo góðri sölu á ævisögu á fyrsta degi í Bretlandi, eins og endurminningum Tony Blair. Bókin sem heitir á frummálinu A Journey eða ferðalagið selt gríðarlega vel. Forsvarsmenn bókabúðarinnar telja að hún muni seljast betur á fyrsta degi en bók félaga Blair, Peter Mandelson, en bók hans, The Third Man, seldist á fyrstu þremur vikunum. Bók Mandelson var þar til nú metsölubók í flokki ævisagna. Mandelson var bæði vinur Tony Blair og Gordon Brown. Brown sakaði Mandelson um að svíkja sig þegar hann ákváð að styðja Blair til formanns Verkamannaflokksins árið 1994. Blair gerði Mandelson tvívegis að ráðherra en í bæði skiptin þurfti Mandelson að segja af sér embætti vegna spillingarmála. Gordon Brown gerði hann svo viðskiptaráðherra árið 2008. Hafði þá gróið um heilt milli þeirra. Venjulegt eintak af bókinni kostar 12,5 pund eða 2.300 krónur í Bretlandi. Bókin verður fáanleg innan skamms í bókaverslunum hér á landi.