Metsala var hjá netsölurisanum Amazon um hátíðirnar en þrátt fyrir að hann greini ekki frá nákvæmum sölutölum kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að um 200 milljón sendingar fóru í gegnum Amazon Prime, vildarþjónustu þeirra.

Aðeins í desember skráðu þrjár milljónir nýrra notenda sig í Amazon Prime en þeir eru í tugum milljóna nú þegar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.

Eftir að fregnirnar bárust í byrjun vikunnar hefur hlutabréfaverð Amazon rokið upp um þrjú prósentustig en þau hafa hækkað um 125% frá byrjun ársins.