Allir hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardag. Nú hafa 8.000 hlauparar skráð sig til keppni og er það 16% aukning frá í fyrra sem var metár.

Fram kemur í tilkynningu um hlaupið frá Íslandsbanka, að meirihluti þátttakenda eru konur eða 56% Konurnar eru í meirihluta þátttakenda í öllum vegalengdum nema í maraþoni. Þar eru karlar 71% þátttakenda.

Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu að þessu sinni eru af 60 mismunandi þjóðernum. Á eftir Íslendingum eru Bandaríkjamenn fjölmennastir eða 364 talsins, þá eru 204 Kanadamenn skráðir í hlaupið, 199 Bretar og 145 Þjóðverjar.

Forskráningur í hlaupin lýkur á morgun klukkan 16. Eftir það þurfa þeir sem vilja reyna á sig í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka að skrá sig í Laugardalshöllinni á föstudag.

Hafa safnað 19,5 milljónum

Þeir sem hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta styrkt málinu að eigin val á vefsíðunni hlaupastyrkur.is . Fram kemur í tilkynningu að í fyrra hafi 43,6 milljónir króna safnast til góðra málefna en það var um 50% aukning frá árinu 2010. Áheitasöfnunin gengur vonum framar og nú þegar hafa safnast 19,5 milljón króna. Það er rúmlega 10% aukning frá sama tíma.

Viktor Snær Sigurðsson, 13 ára, hefur nú safnað mestu allra einstaklinga eða rúmri 1,1 milljón króna fyrir AHC samtökin. Hann hleypur fyrir yngri systur sína sem er með sjaldgæfan taugasjúkdóm. Með þessu áframhaldi stefnir í að meiri fjármunir muni renna til góðra málefna í gegnum hlaupastyrk en áður.