*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 8. maí 2017 19:04

Metur Apple á 1000 milljarða

Greiningaraðilinn Brian White metur Apple nú á ríflega 1000 milljarða dala.

Ritstjórn
epa

Greiningaraðilar hafa nú verið að uppfæra spár sínar varðandi Apple. Samkvæmt TipRanks spáir einn greiningaraðili því að félagið nái 202 dölum á hlut. Félagið væri þar með metið á ríflega 1000 milljarða dala.

Mikil eftirvænting er eftir næsta iPhone síma Apple, sem mun marka tíu ára afmæli snjallsímans. Brian White heitir greiningaraðilinn, en hann starfar fyrir Drexel Hamilton í New York.

Apple hefur hækkað um ríflega 60% á síðustu 12 mánuðum og um 29% frá áramótum. Ef spár Brian White ganga eftir á félagið eftir að hækka um 35%.

Stikkorð: Apple Verðmat iPhone 8
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is