Íslensk minkaskinn seldust fyrir um 300 milljónir króna á uppboði hjá Kopenhagen Fur í upphafi vikunnar. Hátt verð var greitt fyrir skinnin en meðalverð á skinn var um 400 danskar eða um 8.000 krónur. Það er hæsta meðalverð sem greitt hefur verið fyrir skinn á danska markaðnum nokkru sinni. Fyrir íslenska skinnaiðnaðinn hefur ytra umhverfið verið mjög hagfellt. Verðið hefur aldrei verið hærra á alþjóðamörkuðum og síðan er kostnaður lágur í samanburði við tekjur vegna falls krónunnar.

Síðustu misserin hefur markaðurinn í Kína verið megindrifkrafturinn í þeim mikla vexti sem einkennt hefur markaði með skinn. Þaðan kemur mikil eftirspurn sem skinnabændur um allan heim hafa notið góðs af. Rússar hafa einnig verið duglegir við að kaupa skinn og voru umsvifamiklir á uppboðinu í Kaupmannahöfn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.