Fjárfestar víðs vegar um heiminn virðast nú reikna með sigri Hillary Clinton, en FBI sendi frá sér yfirlýsingu um að ekkert saknæmt hafi fundist í tölvupóstum Clinton í gær.

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum og Evrópu hafa tekið stökk, en Mexíkanar virðast allir anda léttar, enda hefur Trump hótað þeim öllu illu í kosningabaráttunni.

Mexíkóska úrvalsvísitalan hefur ekki hækkað jafn skart í tæplega tvö ár, en mexíkóski Pesóið styrkist um 2,2% gagnvart Bandaríkjadal í kjölfar tilkynningar FBI.

Bandaríski dollarinn hefur einnig styrkst talsvert í morgun. Vegna óvissu undanfarinna daga, þá hafði hann veikst talsvert. S&P 500 vísitalan hækkaði um 1,6% og dollaravísitalan um 0,6% árla morguns.