Yfirvöld í Mexíkó óttast nú úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Báðir frambjóðendur hafa lýst yfir hugmyndum sem eiga að vernda Bandaríska framleiðslu. Þrátt fyrir það hefur aðeins Donald Trump hótað að byggja himinháa veggi og tollamúra.

Jose Antonio Meade, fjármálastjóri Mexikó og Agustin Carstens, seðlabankastjóri landsins, undirbúa því einhverskonar viðbragðsáætlun um þessar mundir. En þessu lýstu þeir yfir í nýlegu viðtali á sjónvarpsstöðinni Televisa.

Mexíkóski pesóinn hefur fallið um nær 11% gagnvart dollarnum í ár, en einungis breska pundið hefur fallið meira, ef skoðaðir eru helstu gjaldmiðla heimsins. Seðlabankinn hefur reynt að styrkja gjaldmiðilinn með því að hækka vexti um 1,5%, en Agustin segist ekki vilja bregðast of skjótt við.