Dómsmálaráðherra Bretlands, Michael Gove, sem barðist fyrir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu hefur óvænt lýst yfir framboði til formanns Íhaldsflokksins.

Talin myndi styðja Boris

Búist var við að Gove myndi styðja Boris Johnsson, fyrrum borgarstjóra London og helsta talsmann baráttunnar fyrir úrsögn landsins til formannskjörsins. Sagðist hann bjóða sig fram vegna þess að hann hefði komist „að þeirri niðurstöðu að Boris gæti ekki veitt þá leiðsögn eða byggt upp þá liðsheild sem þyrfti fyrir komandi verkefni.“

Ætlar hann á næstu dögum að leggj fram tillögur sínar um framtíð Bretlands sem hann vonaðist til að myndi sameina þjóðina um breytingar.

Tilnefningum til framboðsins verður að ljúka fyrir miðjan dag í dag, en búist er við að Boris Johnsson muni tilkynna framboð sitt með ræðu síðar.

Sambandssinni býður sig fram

Innanríkisráðherra Bretlands, Theresa May, sem barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu, tilkynnti um framboð sitt í fimmtudagsútgáfu Times blaðsins. Sagðist hún geta samainað Bretland og læknað þann klofning sem kosningin um ESB hefði sýnt væri meðal þjóðarinnar.

Aðrir sem hafa boðað framboð eru orkumálaráðherrann Andrea Leadsom sem barðist fyrir úrsögn, ásamt fyrrum varnarmálaráðherranum Liam Fox og atvinnu- og lífeyrismálaráðherranum Stephen Crabb.