Miðdalur í Kjós er afurðahæsta kúabú landsins síðustu tólf mánuði, skv. afurðaskýrslum í nautgriparæktinni, en á því tímabili eru meðalafurðir árskúnna í Miðdal 7.889 kg.

Frá þessu er greint á vef Bændablaðsins og vísað er í niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni eftir októbermánuð. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Miðdalsbúið er afurðahæsta bú landsins.

Í öðru sæti er Hóll í Sæmundarhlíð í Skagafirði en þar var meðalnytin 7.807 kg eftir árskú. Í þriðja sæti er svar Hraunháls í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en meðalnytin þar var 7.711 kg á síðustu tólf mánuðum. Hóll og Hraunháls hafa haft sætaskipti frá síðasta uppgjöri en búin þrjú hafa setið í efstu sætunum undanfarna þrjá mánuði, þó röðin hafi breyst milli uppgjöra.

Þá kemur fram að nythæsta kýr landsins síðustu tólf mánuði var Blúnda nr. 335 í Leirulækjarseli á Mýrum í Borgarbyggð, en hún mjólkaði 14.029 kg.

Sjá nánar á vef Bændablaðsins.