Kínverska hagvélin er greinilega tekin að hiksta, að minnsta kosti tímabundið. Sérfræðingar höfðu reiknað með að vöruskiptajöfnuður Kínverja yrði jákvæður um 10,6 milljarða dala í janúar en niðurstaðan varð sú að afgangurinn reyndist vera 16,5 milljarðar dala. Útflutningur Kínverja dróst saman um 0,5% en reiknað hafði verið með 0,9% aukningu. Til samanburðar jókst útflutningurinn um 13,4% í desember. Innflutningur dróst saman um 15,3% en spáð hafði verið 2,5% samdrætti.