Mikið var um hækkanir á hlutabréfamarkaði í dag. Sjóvá hækkaði mest, eða um 1,62% í verði í viðskiptum sem námu 259 milljónum, Reitir um 1,31%, HB Grandi hækkaði um 1,2%, Eik um 1,17%, Vodafone um 1,14%, Össur um 0,8%, Eimskip um 0,66%, Icelandair um 0,6%, Reginn um 0,32% og TM um 0,23%.

Einungis lækkuðu tvö fyrirtæki á markaðnum í dag Hagar um 1,07% í viðskiptum sem námu 28 milljónum og Marel um 0,91% í viðskiptum sem námu 94 milljónum.

Heildarvelta á markaði í dag nam 6,5 milljörðum, það af var 724 milljón króna velta á hlutabréfamarkaði.

Hlutabréfavísitala Gamma hækkkaði um 0,22% í dag og var lokagildi hennar 313,666 stig. Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 0,28% í dag og var lokagildi hennar 134,8 stig.