Evrópski seðlabankinn bauð út 28 daga bréf að andvirði 20 milljarðar dala í gær og var það hluti að samhæfðu átaki seðlabanka beggja vegna Atlantshafs til að auka framboð á dölum og slá á streitu á fjármálamörkuðum.

Feikileg umframeftirspurn var eftir bréfunum og var andvirði hennar 91,1 milljarðar dala.

Bandaríski seðlabankinn bauð einnig út 28 daga bréf í gær og nam andvirði skuldabréfaútgáfunnar 50 milljörðum dala.

Tilboð fyrir 75,46 milljarða bárust í útboðinu. Bréfin voru boðin út á 2,45% vöxtum.

LIBORvextir á samningum til eins mánaðar hækkuðu í gær og fóru í 2,46688% á markaðnum í London en þeir enduðu í 2,46375% á þriðjudag.