Fyrsta útboði ársins hjá Íbúðalánasjóði er lokið. Alls bárust tilboð að nafnvirði 10,7 milljarða króna sem er í lægri kantinum miðað við síðustu útboð sjóðsins. Ætlunin var að bjóða út 2 milljarða króna. Spurn eftir bréfunum var því töluverð umfram framboð. Sjóðurinn nýtti sér rétt sinn til að hækka fjárhæð útboðsins og tók tilboðum í 2,9 milljarða króna. Þetta kom fram í morgunkorni Glitnis í dag.

Vaxtaákvörðun liggur fyrir og verða útlánsvextir sjóðsins óbreyttir. Dagvelta íbúðabréfa hefur verið 6 milljarðar króna að meðaltali síðustu þrjá mánuði.