Bandaríska fyrirtækið Google, sem heldur úti einni öflugustu leitarvél á netinu, skilaði sínu fyrsta uppgjöri í síðustu viku eftir að hafa farið á markað fyrir um tveimur mánuðum. Uppgjörði var mjög gott. Sölutekjur voru 806 milljónir og hagnaður 52 milljónir dollar. Fyrir ári síðan var hagnaður 20 milljónir dollara.

Hlutabréfaverð Google hækkaði í síðustu viku um 19,65% og endaði í 172,43 dollar á hlut sem er hækkun um 102,85 síðan að félagið fór á markað í ágúst 2004 eins og bent er á í Vikufréttum MP fjárfestingabanka.