Mikil lækkun var á hráolíu í dag í kjölfar þess að Goldman Sachs varaði fjárfesta við því að olía væri líkleg til að lækka.

Í samtali við AP fréttastofuna sagði David Greely í greiningardeild bankans, sagði að olíubirgðir væru fullnægjandi í heiminum þótt útflutningur hefði stöðvast frá Líbíu vegna uppreisnarinnar.  Líbía framleiddi um 1,5 milljón tunna fyrir uppreisnina, um 2% af olíuþörf heimsins.

Olía frá Texas um 3,71 dal tunnan eða 3,4% og var 106,22 dalir í New York. Brent Norðursjávarolía lækkaði um 3,47 dali, um 2,8%, og kostaði 119,95 dalir.