Hlutabréf lækkuðu mikið í verði í dag um allan heim en allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu lækkuðu.

Skýringarnar á lækkunum eru fjölþættar.  Á Wall Street voru lækkanirnar aðallega vegna óróa milli Norður og Suður Kóreu og upplýsingum frá Seðlabanka Bandaríkjanna um að hagvöxtur í Bandaríkjunum í ár verði aðeins 2,5% í stað 3-3,5% eins og áður var áætlað.  Einnig settu erfiðleikar Íra og annarra evruþjóð mark sitt á hlutabréfverð í dag.

Olía lækkaði um 0,37% en fjárfestar forðuðu sér í gull sem hækkaði mikið, eða um 1,46%.  Dow Jones lækkaði um 1,27%, Nasdaq lækkaði um 1,46% og S&P 500 lækkaði um 1,43%.

Lækkanir í Evrópu

Hlutbréf lækkuðu enn meira í Evrópu.  Einnig veiktist evran nokkuð gagnvart dal.

Bretland: FTSE100 lækkaði um 1,75%,  Þýskaland: DAX lækkaði um 1,72% og Frakkland: CAC40 lækkaði um 2,47%.