Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og voruð það bankar og raftækjaframleiðendur sem leiddu lækkanir dagsins.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 2,4% og segir Bloomberg fréttaveitan það koma í kjölfar þess að leiðtogar G7 ríkjanna hafi lýst yfir auknum áhyggjum af efnahagsmálum víðs vegar um heiminn.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um  3% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 3,5%. Nikkei vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í mánuð að sögn Bloomberg.

Þá lækkaði S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu um 3%.