Félög að hluta til í eigu Björgólfs Thors Björgófssonar héldu miðlurum í Búlgaríu við efnið í gær og var mikil velta með bréf í búlgarska bankanum Economic and Investment Bank (EIBank), sem Novator á 33,8% hlut í.

"Dagurinn (í gær) var leiðinlegur. Það áhugaverðasta var hækkun á gengi bréfa Bulgarian Telecommunications Company (BTC) og stór hlutabréfakaup í EIBank," sagði miðlari í samtali við SeeNews-fréttastofuna í gær.

Novator hefur ráðið fjárfestingabankann Lehman Brothers til að finna kaupendur að BTC, en félagið á kaupréttinn að 65% hlut í félaginu. Væntingar um yfirtöku hafa stutt við gengi BTC síðust vikur, segja sérfræðingar.

Rúmlega 1,2 milljónir hluta í EIBank skiptu um hendur í gær, en upplýsingar um viðskiptin voru ekki fáanlegar frá talsmönnum bankanks í gær. Ekki er vitað hvort að Björgólfur Thor hafi selt hluta bréfa sinna, og flestir sérfræðingar búast við að hann hafi frekar áhuga á að auka hlutinn.

Nýlegar sölur Novators í gríska félaginu Forthnet og tékkneska fjarskiptafélaginu Ceske Radiokomunikace hafa þó frekar ýtt undir vangaveltur um útgöngu.