Samkvæmt bráðabirgðatölum mældist tólf mánaða verðbólga í Evrópu 3,1% en endanlegar tölur verða birtar 16. janúar. Í síðasta mánuði mældist tólf mánaða verðbólga 3%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er rétt undir 2% en verðbólgan hefur verið yfir því  markmiði frá því í september. Í síðasta mánuði hækkaði bankinn spá sína um verðbólgu á þessu ári úr 2% í 2,5% svo líklegt er að markmið bankans náist ekki enn um sinn. Greint var frá þessu á Vegvísir Landsbankans.

Hærri launakröfur og minni hagvöxtur

Stjórn Seðlabanka Evrópu óttast að aukin verðbólga muni hækka launakröfur á vinnumarkaði í álfunni en atvinnuástand hefur verið gott að undanförnu svo samningsstaða launþega er góð. Að margra mati er því full ástæða til hækkunar stýrivaxta, öfugt við þá ákvörðun sem tekin var á síðasta vaxtaákvörðunarfundi þegar stýrivöxtum var haldið óbreyttum segir í vegvísinum.