Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf í HB Granda í Kauphöllinni það sem af er degi og nemur veltan um 1,5 milljörðum króna. Gengi bréfanna hefur jafnframt hækkað um 2,41% í dag.

Líkleg skýring á þessu er sú að Hafrannsóknarstofnun tilkynnti á föstudag að loðnukvóti yrði aukinn um 320 þúsund tonn.

Gengi hlutabréfa fyrirtækisins hafa hækkað mikið frá áramótum eða um nær 16%.