Mikill lækkun hefur átt sér stað í Kauphöllinni og það að mestu nú eftir hádegi. Hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 3,63% það sem af er degi. Mest er lækkun FL Group en bréf þeirra hafa lækkað um 7,75%. Bréf Straums-Burðarás Fjárfestingabanka hafa lækkað um 6,31% og bréf Actavis, KB banka og Landsbankans um á milli 4-5%.

Hugsanlegt er að tengja þetta breyttu mati matsfyrirtækisins Fitch á lánshæfismati ríkissjóðs.