Á föstudaginn var tilkynnt að deCODE Genetics hefði fengið styrk frá bandarísku smitsjúkdóma- og ónæmisfræðistofnuninni (NIAID). Styrkurinn er til fimm ára, að fjárhæð 23,9 m. dollara og er ætlað að fjármagna rannsóknir á erfðafræði smitsjúkdóma og svörunar við bólusetningu. Styrkurinn kemur félaginu vel og skýtur fleiri stoðum undir tekjumyndun þess. Félagið hefur ekki enn náð markmiðum sínum um að stöðva tap félagsins en hagræðingaraðgerðir hafa gert það að verkum að þetta markmið er ekki eins fjarlægt og áður segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar segir einnig að ætla megi að styrkurinn hafi jákvæð áhrif á gengi krónunnar, þó lítil séu. Komið hefur fram í fjölmiðlum að um 80% af styrknum (1,7 ma.kr.) verði varið hérlendis en ætla megi að það verði um 270 m.kr. á ári næstu fimm ár. Kári Stefánsson, forstjóri hefur sagst ætla að bæta við starfsfólki hér á landi í framhaldi af þessu