Vöruskiptahalli á evrusvæðinu nam 5,6 milljörðum evra í september samanborið við hagstæð vöruskipti á sama tíma í fyrra upp á 2,9 milljarða evra.

Þetta kemur fram í tölum frá ESB.

Vöruskiptahalli í ágúst á þessu ári var 9,4 milljarðar evra þannig að nokkur dregur úr honum á milli mánaða.

Viðmælandi BBC segir að búast megi við vöruskiptahalla á næstu misserum eða svo lengi sem evran verði áfram sterk.

Vöruskiptahallinn fyrstu níu mánuði ársins nemur nú um 29,6 milljörðum evra samanborið við 13,2 milljarða evra hagnað vöruskiptum á sama tíma í fyrra.