Hlutabréf hafa hækkað hressilega í Evrópu það sem af er deginum, m..a vegna frétta um vaxandi einkaneyslu í Bandaríkjunum.  Upp úr kl. 2 í dag hafði Da´x-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 2,8% og CAC í París sömuleiis um 2,8%. Hækkunin í London nam 1,6% og Euronext hafði hækkað um 1,9%.

Viðskipti með framvirka samninga vestur í Bandaríkjunum bentu til þess að hlutabréfamarkaðir þar myndu opna vel grænir og að S&P , Dow Jones  og Nasdaq myndu hækka um tæplega 1%.