Eftir miklar sviptingar í Kauphöllinni endaði Úrvalsvísitalan í 7.301 stigum og hækkaði um 0,15% frá síðasta lokagildi samkvæmt upplýsingum frá M5. Dagurinn einkenndist af miklum sviptingum en dagsbreytingin reyndist svo lítil sem engin.  Sveiflan innan dagsins nam hvorki meira né minna en 6,6%. Mest hækkaði Century Aluminium (4,09%) en Atlantic Petrolium lækkaði mest eða um 2,61%.

Krónan veiktist um 1,27% í dag samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengisvísitalan stóð í 114,70 stigum þegar viðskipti hófust í dag og hún var komin í 116,20 stig þegar þeim lauk.