Meðaleignir heimilanna hjá millistéttinni í Bandaríkjunum eru 20 prósent lægri en þær voru árið 1984. Þessu greinir the Washington Post frá.

Ein helsta ástæða þess eru áhrif efnahagshrunsins á millistéttina. Þeir ríku í Bandaríkjunum sem misstu allt sitt í hlutabréfum hafa náð sér á strik aftur eftir að hlutabréf fóru að hækka aftur. Hins vegar hefur verið erfiðara fyrir millistéttina eftir efnahagshrunið því húsnæðisverð hefur ekki hækkað jafn ört og oft eiga millistéttaheimilin fasteign frekar en hlutabréf.

Raunvirði launa hefur ekki hækkað mikið milli 1984 og 2007 en á sama tíma hefur kostnaður lífstíls millistéttarinnar hækkað: húsnæðisverð, heilbrigðistryggingar, og háskólagjöld hafa öll hækkað. Því duga laun millistéttarinnar ekki fyrir jafn miklu og áður fyrr.

Vert er að benda á að þrátt fyrir að millistéttin sé fátækari núna en árið 1984 er ekki verið að meina að fjölskyldur sem voru í millistéttinni árið 1984 hafi það verra núna, heldur einungis að þeir sem eru í millistéttinni núna eru með lægri meðaleignir heldur en þeir sem voru í millistéttinni þá.

Þeir sem eiga lægstu 25% af eignum í Bandaríkjunum hafa það ennþá verr, eignir þeirra eru 60% lægri en fyrir 30 árum. Það er vegna þess að  raunvirði launa hefur staðið í stað bæði fyrir millistéttina og lægstu stéttina í 30 ár á meðan húsnæðisverð hefur hækkað.