*

þriðjudagur, 21. september 2021
Erlent 21. október 2016 17:34

Millistéttin skreppur saman

Síðan kreppa hófst í Rússlandi árið 2014 hefur millistéttin í landinu minnkað um 14 milljónir manns.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Seðlabanki Rússlands hefur varað við því að þeir eigi í erfiðleikum með að hafa stjórn á verðbólgunni vegna vaxandi ójöfnuðar en þeir segja millistéttina sem er næmust fyrir áhrifum stýrivaxta vera að hverfa í landinu.

Tekjur og eftirspurn dragast hratt saman

Tekjur og eftirspurn í landinu eru að dragast hratt saman í landinu og hefur annað eins ekki gerst áður í sögu landsins meðan Vladimir Pútín hefur verið við völd. 

Í september minnkaði smásöluverslun í landinu 21. mánuðinn í röð, ráðstöfunartekjur minnkuðu um 2,8% á ársgrundvelli, að því kemur fram í nýlegum tölum frá hagstofu landsins.

Sögulegt bakslag

Neysla hefur dregist hratt saman í kjölfar þess að laun hafa ekki náð að halda í við síhækkandi framfærslukostnað. Hafa 14 milljónir Rússa hafa dottið út úr skilgreindi millistétt í landinu síðan efnahagslægðin byrjaði í landinu fyrir tveimur árum samkvæmt könnunum Sberbank CIB meðal neytenda.

Er um sögulegt bakslag að ræða en millistéttin hefur tvöfaldast að stærð undir stjórn Pútíns á landinu. Nú reiða margir þeirra sig á stuðnings hins opinbera til að vinna upp tekjutapið.

Slæmt fyrir stjórn á verðbólgu

„Samdráttur millistéttarinnar er slæm fyrir stjórn landsins á verðbólgu, vegna þess að áhættan fyrir opinber fjárlög er orðinn meiri,“ segir Oleg Kouzmin, fyrrum ráðgjafi seðlabanka landsins.

„Eftirspurn verður viðkvæmari gagnvart fjárlögunum.“

Lítil áhrif á þá fátækustu og ríkustu

Fátækustu fjölskyldurnar eyða hvort eð er aðallega fé í helstu nauðsynjar og mun það lítið breytast og þeir ríkustu finna lítið fyrir þessu því þeir eyða svo litlum hluta af sínum tekjum í helstu nauðsynjar. 

„Millistéttarfjölskyldur eru þær sem mest finna fyrir breytingum á vöxtum og neysluverði, sem á sama tíma hvetur framleiðendur til að bregðast við breytingu á eftirspurn,“ segir i skýrslu seðlabankans.

Kreppa síðan 2014

Undir stjórn Pútíns hefur verið efnahagsuppgangur í landinu þangað til átök í Úkraínu hófust árið 2014 og olíuverð hrundi, sem valdið hefur mestu fjármálakreppu í landinu síðan landið fór í gegnum greiðslufall árið 1998.

Í nýrri könnun á vegum könnunarfyrirtækis í Rússlandi sýnir að 60% viðmælanda segja þetta ekki góðan tíma til að fara í stórar fjárfestingar og 80% sögðu það sama varðandi að fara í stórar lántökur. 61% Rússa trúa því að nú sé rétti tíminn til að eyða eins litlu fé og hægt er samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.

Stikkorð: Rússland kreppa Pútín millistétt