*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 21. nóvember 2013 12:34

Milljarðs króna skuldabréfaflokkur tekinn til viðskipta

Verðtryggð skuldabréf, gefin út af RARIK, verða tekin til viðskipta á morgun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Milljarða króna skuldabréfaflokkur sem Rarik ohf gefur út, RARIK 13 1, verður tekinn til viðskipta í Kauphöll Íslands á morgun. 1 milljarður króna er tekin til viðskipta og er það allur skudabréfaflokkurinn. 

Bréfin bera 3,07% nafnvexti. Tvær vaxtagreiðslur eru af bréfunum á árí, 15. apríl og 15. október. Fyrsta vaxtagreiðsla er 15. október 2013

Tvær afborganir af bréfunum eru á ári, 15. apríl og 15. október ár hvert. Fyrsta afborgun var 15. október 2013. Lokadagur afborgana er 15. apríl 2033. 

Bréfin eru verðtryggð.