Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerí Fold, segir að smekkur Íslendinga hafi töluvert breyst undanförnum árum. „Hefðbundnu landlagsverkin hafa dalað bæði í verði og eftirspurn. Á meðan hafa abstraktverkin risið upp. Þessi kynslóð sem er með mesta kaupmáttinn núna er ekki endilega föl fyrir þessum gömlu meisturum og vill kannski aðeins færa sig nær í tíma. Þannig að það er erfitt að selja svona hrein landslagsverk,“ segir Jóhann.

„Ef þú skoðar arkitektúr, húsnæðið sem fólk býr í þá, er ekki stemming fyrir því að setja upp hraun-landslagsmálverk í þessi híbýli. Þá þarftu að leita til aðeins yngri höfunda sem voru að mála um miðja öldina og seinna.“ Listamenn í þeim hópi séu til að mynda Kristján Davíðsson sem var 3. Söluhæsti listamaðurinn á þessu ári og Louisa Matthíasdóttir sem var í 5. sæti yfir söluhæstu listamenn ársins.

Þróunin hafi að einhverju leyti komið Jóhanni á óvart. Hann segist hafa átt von á að verðmæti verka gömlu meistaranna sem voru að mála á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar myndu aukast jafnt og þétt.

Nánar er fjallað um málið í Áramótum , sérriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .