Þjónustugeirinn í Bretlandi tók við sér í ágúst, eftir ákveðið högg í kjölfar þjóðaratkvæðisgreiðslu Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu, og telja sérfræðingar að ríkið geti forðast kreppu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Markit/CIPS vísitalan gefur til kynna að mikill vöxtur væri í þjónustuiðnaðinum í Bretlandi. Hækkaði vísitalan úr rúmlega 47 stigum í júlí upp í tæplega 53 í ágúst. Allt yfir 50 í vísitölunni gefur til kynna um vöxt.

Sterlingspundið styrktist einnig eftir útgáfu vísitölunnar. Það styrktist um 0,6% gagnvart Bandaríkjadollaranum. Virði pundsins er því 1,33 dollarar.

Vöxturinn á vísitölunni tengist styrk tölvu-, fjármála-, hótel-, og veitingargeiranna í Bretlandi.

Það virðist því ólíklegt að það komi á kreppa í Bretlandi, en þó eru sumir sérfræðingar að taki þurfi tölum sem þessum með varkárni.