*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 24. febrúar 2019 12:03

Minni hagnaður hjá Kauphöllinni

Eigandi Kauphallar Íslands og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., hagnaðist um 350 milljónir í fyrra.

Ritstjórn
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Eignarhaldsfélag Verðbréfa, eigandi Kauphallar Íslands hf. og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., hagnaðist um 350 milljónir árið 2018. Hagnaðurinn dróst nokkuð saman á milli ára en hagnaðurinn nam 417 milljónum króna árið 2017. Í ársreikningi félagsins segir að því hafi verið slitið í byrjun þessa árs sem þýðir að eignarhaldið færist til erlends móðurfélags.

Endanlegur eigandi þess er bandaríska kauphallarsamsteypan Nadaq Inc. sem á átta kauphallir í Evrópu og hina bandarísku Nasdaq kauphöll. Hagnaður Kauphallar Íslands lækkaði úr 78 milljónum króna í 58 milljónir króna á milli ára.

Þá lækkaði hagnaður Nasdaq verbréfamiðstöðvar úr tæplega 290 milljónum króna í 270 milljónir króna á milli ára. Eignarhaldsfélag Verðbréfa greiddi eiganda sínum 839 milljónir króna í arð í fyrra. Þá námu bæði eiginir og eigið fé félagsins ríflega 1,7 milljörðum króna. Þar af var handbært fé ríflega 860 milljónir króna en eignarhlutir í Kauphöll Íslands og Nasdaq Verðbréfamiðstöð metnir á 870 milljónir króna. Páll Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands.

Stikkorð: Kauphöll Íslands