Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.375 milljarðar á tímabilinu júlí 2017 til júní 2018, sem er 7,7% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar . Á tímabilinu maí–júní 2018 var veltan 808 milljarðar eða 6,7% hærri en sömu mánuði árið áður.

Samdráttur í bílasölu og bílaleigu

Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja var 11,7% lægri á tímabilinu maí-júní 2018 en sömu mánuði 2017. Langmesta hluta lækkunarinnar (95%) má skýra með lækkun veltu í undirliðnum Sala vélknúinna ökutækja, þó ekki vélhjóla.

Á tímabilinu maí-júní 2018 voru 5.455 fólksbifreiðar nýskráðar, en það eru 1.522 (22%) færri en sömu mánuði 2017. Á sama tímabili voru nýskráðir bílaleigubílar 3.630 og er það fækkun um 1.893 (34%) miðað við árið áður. Því má skýra samdrátt í bílasölu með að bílaleigur kaupi færri bíla. Undanfarin ár hefur velta bílaleigufyrirtækja aukist mikið og nýskráðum bílaleigubílum fjölgað.