Fyrirtæki í heiminum telja vera auknar blikur á lofti að því varðar efnahagsbata að því fram kemur í könnun sem gerð var meðal forstjóra stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Um helmingur þeirra forstjóra sem PricewaterhouseCoopers talaði við telur að samdráttur muni verða á heimsvísu á þessu ári og hlutfall þeirra forstjóra sem þóttust nokkuð vissir um að fyrirtæki þeirra myndu vaxa í ár lækkaði einnig eða úr 48% í 40%. Á hinn bóginn sagðist um helmingur forstjóranna reikna með að ný störf yrðu til hjá þeim í ár.