Ástæða er til að ætla að í eðlilegu árferði tapi fyrirtæki og stofnanir 5% af árlegum tekjum sínum vegna misferlis. Séu tölurnar heimfærðar á Ísland og miðað við starfsemi fyrirtækja árið 2009 má því gera ráð fyrir að tap vegna misferlismála nemi um 75 milljörðum króna. Þetta kemur fram í grein Jóhanns G. Ásgrímssonar, deildastjóra hjá ríkisskattstjóra sem birtist í Tíund í desember
sl., en með misferli (e. fraud) er átt við fjársvik, blekkingar og misnotkun. Tölurnar sem Jóhann vísar í eru byggðar á rannsókn Association of Certified Fraud Examiners (ACFE).

Í töflunni hér að neðan má sjá tíðni misferlisaðferða eftir stærð fyrirtækja, byggt á rannsókn ACFE. Dekkri liturinn sýnir fyrirtæki sem hafa 100 starfsmenn eða fleiri. Sést að meðal fyrirtækja sem hafa færri en 100 starfsmenn eru algengustu misferlismálin tengd störfum gjaldkera, eða 26,1%. Hjá stærri fyrirtækjum er spilling helsta aðferðin, eða um 35% af heildarmisferlismálum.

Fjöldi misferla eftir leiðum skipt eftir stærð fyrirtækja
Fjöldi misferla eftir leiðum skipt eftir stærð fyrirtækja
© None (None)

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Jóhann að sé litið til algengustu misferlismála, sem er fjárdráttur, séu fæst þeirra framkvæmd með mjög snjöllum hætti, jafnvel þó að viðkomandi hafi stundað fjárdrátt í langan tíma. Í flestum tilvikum sé um glufu í eftirlitskerfi að ræða sem upp kemst að lokum.