Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir misskilning að áliðnaðurinn og stóriðjan búi við sérkjör og að áliðnaðurinn komi ekki í staðinn fyrir eitt né neitt og sé fremur viðbót við annars konar starfsemi. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir stjórnvöld aldrei hafa greint frá hverju þetta muni skila þjóðarbúinu og að álskrúfa sé forskrúfuð í sál ríkisstjórnarinnar.

Á sama tíma eru miklar sviptingar í áliðnaðnum á alþjóðavísu, álframleiðendur eru í auknum mæli að færa starfsemi frá Vesturlöndum í austurátt, en í Kína er nú framleitt mest af áli í heimi. Ísland er þó undantekning þar á, en forstjóri Alcan segir að Ísland búi yfir lyklinum að arðbærri álframleiðslu. Nýlegur samruni rússneskra álframleiðenda, sem úr verður stærsti álframleiðandi heims, mun vafalaust hafa áhrif á alþjóðamarkaðsumhverfið Álframleiðsla hefur verið að aukast og stefnir í metaukningu á þessu ári, á sama tíma horfir fram á mikla eftirspurn þar sem álverð hefur ekki hækkað í samræmi við sambærilega málma.

Ítarleg fréttaskýring er um áliðnaðinn á Íslandi í Viðskiptablaðinu í dag